Ekki spara hér

Þessi frétt um að ríkið sé að borga 22 ráðherralaun minnir mig á verkefni sem ég eitt sinn vann að sem ráðgjafi í Bretlandi.

Verkefnið fólst í að ná niður kostnaði í höfuðstöðum tryggingarfélags.  Ein tillagan gekk út á að fyrirtækið seldi bílaflota sinn sem það hélt úti fyrir yfirmenn sína og breytti einkabílastæðum í almenn bílastæði fyrir alla starfsmenn.  Þetta fékk góðan hljómgrunn hjá stjórn fyrirtækisins og var samþykkt með einni undantekningu: bifreiðahlunnindi og einkabílastæði stjórnarformanns og forstjóra voru undanskilin sparnaði!

Um að gera að spara, bara ekki hér, er þetta heilkenni stundum kallað og mun vera mjög útbreytt.

Við eigum eftir að fá mikið af svona fréttum á næstunni.

 

 

 

 


mbl.is 22 á ráðherralaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband