Spilling sem aldrei mátti tala um

Alveg er kostulegt að fylgjast með þessari "nýuppgötvuðu" spillingu innan íslensku stjórnmálaflokkanna.  Það er eins og nýr farfugl hafi skyndilega fundist sem allir höfðu þó séð fljúga um allt land í marga áratugi en þar sem ekki mátti færa hann inn á skrá á einhverri skrifstofu í Reykjavík fyrirfannst hann ekki hér á landi.

Svo samdauna er þjóðin orðin spillingu á öllu stigum þjóðfélagsins að ekkert nema "100 ára" efnahagsstormur gat opnað annað auga þjóðarinnar og leyft henni að fara að spyrja spurninga sem ekki hefur fyrr mátt.

En spilling verður ekki upprætt með hneykslanlegu tali og upphrópunum.  Örlítil umræða verður nú leyfð en síðan verður að "þagga" þetta niður enda í húfi gríðarlegir hagsmunir hjá þorra þjóðarinnar. 

Í næstu viku verður þetta líklega yfirstaðið og einhver önnur mál á dagskrá hjá fólki. 


mbl.is Andri hættir störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sennilegast rétt hjá þér.  ég er meira að segja hissa yfir hve mikið fjaðrafok þetta veldur, það er eins og meðalpeðin, jafnvel þingmenn sjálfstæðisflokksins, hafi í raun ekki vitað að þeir störfuðu fyrir gerspillt hagsmunabatterí...

það

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband