...og kemur með dollara með sér

Heimsókn Obama gæti orðið mikil lyftistöng fyrir Íslendinga nú mitt í þessu auma ástandi hér. 

Nú þarf að hafa hröð handtök og byrja strax að ræða möguleika á einhliða upptöku dollarsins við Seðlabanka Bandaríkjanna.  Þeir geta varla neitað að ræða við okkur þegar forseti þeirra vill ólmur komast á Bessastaði til að hitta Ólaf og Dorrit.  Við fáum ekki betra tækifæri til að "redda" gjaldeyrismálum okkar. 

Stuðningur Obama mundi gera viðræður við krónubréfshafa mun auðveldari enda er Obama þekkt stærð hjá erlendum fjárfestum og þeir mundu róast mjög ef við værum með Bandaríkin við hlið okkar. 

Auðvita verður erfitt að kyngja þessu fyrir VG og kannski S, en við verðum að fara að hugsa praktískt og hætta allri óskhyggju um óljóst og þokukennt  "grand plan" sem aldrei verður neitt annað en hugarórar.

Þegar við höfum fengið dollarann, sækjum við um ESB aðild og tökum ekki í mál að skipta yfir í evru nema við fáum góðan samning.  Þannig gætum við snúið vörn í sókn.

 

 


mbl.is Obama vill til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér finndist óviðeigandi að Obama forseti Bandaríkjanna færi á Bessataði að hitta það sem við köllum forseta. Þessi embætti eiga ekkert sameiginlegt.  Annað er ómerkilegt prunpembætti .  Hitt er alvöru.

Halldór Jónsson, 5.4.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það verður gaman að sjá hvort Obama komi hingað.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 22:06

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Halldór

Í tíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar þá var Íslenska forsetaembættið alvöru embætti. Ríkisstjórnir og ráðherrar síðustu 30-40 ára hafa kerfisbundið reynt að gera embættið valdalaust með því að oftúlka 13 grein stjórnarskrárinnar "Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt" og heimtað að Forsetaembættið sé "Sameiningartákn" þjóðarinnar.

Þessi túlkun á Forsetaembættisins sem hefur mjög fest sig í setti er algjörlega andstæð Stjórnarskránni en með henni þá tókst ráðherrum síðustu áratuga að hirða til sín öll völd Forseta og gera þingið valdalaust.

Ráðherrum og flokkunum hefur tekist það vel til að í stað þess að hér ríki þingræði með þjóðkjörnum Forseta þá ríkir hér fullkomið ráðherraræði þar sem búið er að svipta forsetann málfrelsi og hann hafður í stofufangelsi á Bessastöðum.

Sjá nánar hér

Sæll Andri

Ég held að upptaka á öðrum gjaldeyri ásamt því að neita að borga skuldir "óreiðumanna" eins og Davíð lagði til sé rétta leiðin.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.4.2009 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband