Skýrslan kallar á ESB aðild

Eftir lestur Skýrslunnar er ljóst að vandamál Íslands eru af þeirri stærðargráðu að aðeins erlend aðstoð getur komið okkur út úr þessum ógöngum.  AGS setur nú rammann um efnahagsstjórn landsins en betur má ef duga skal. 

Aðeins innganga inn í ESB getur hjálpað okkur að endurreisa innviði samfélagsins hratt og tímanlega.  Án ESB hjálpar mun þetta verk taka um tvær kynslóðir og alls óvíst er um árangurinn.

Verkefnið er tvíþætt, endurnýja þarf stjórnarskrá og stofnanir lýðveldisins ásamt uppbygging á trausti og trúverðugleika innanlands og erlendis.   Ísland á vel hæft fólk til að ganga í þetta verkefni en vandamálið er að það er ekki að finna innan íslenskra stjórnmálaflokka eða stjórnsýslu.  Íslensk hagsmunagæsla eins og hún er í dag mun sjá til þess að þetta hæfa fólk fær aldrei að koma að þessu mikilvæga verkefni.

Aðeins með inngöngu og aðstoð frá ESB er möguleiki á að okkur takist að manna þetta verkefni sómasamlega og koma því tímanlega í höfn.  

EB er alls ekki fullkomið samband ríkja en stofnanir ESB eru betri en allt sem við höfum og munu umfram allt sjá til þess að hagsmunir almennings verði settir ofar hagsmunum innlendra hagsmunahópa.  Andstaðan geng þessari leið verður gífurleg, en engu að síður er þetta okkar eina raunhæfa leið, eins og komið er.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er sárt að horfa upp á að enn sé til fólk á Íslandi sem er svo blint á ESB hugsjónina. Ef það er eitthvað sem við þurfum að forðast meðan við komum okkur út úr þessari krísu, þá er það ESB. Jafnvel ESB sinni nr.1 á Íslandi, Jón Baldvin viðurkennir þessa staðreynd. Hvort við sækjum síðan um aðild síðar, þegar samningsaðstaða okkar verður betri, skulum við leyfa komandi kynslóðum að ákveða

Gunnar Heiðarsson, 19.4.2010 kl. 12:58

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Einhverra hluta vegna hef ég það á tilfinningunni að eftir ca tvö ár eða svo verðum við komin að fótum fram. Þá er engin innganga valkostur heldur yfirtaka ESB á landinu. Vona að sú tilfinning sé röng.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 19.4.2010 kl. 13:18

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eitt af því sem má lesa útúr skýrslunni eru vandræðin sem leiða af pólitískri einangrunarhyggju þeirri sem fylgt hefur verið á ísl.

Meina, stjórnvöld og forsvarsmenn helstu stofnanna, ss. seðlab.,  voru bara útá tuni og ekki í neinum tengslum við kollega sína í evrópu eða vissu yfirhöfuð nokkurn hlut í sinn haus,  og svo er að sjá sem topparnir hérna hafi ekki fattað eitt né neitt fyrr enn góðviljaðir menn útí evrópu upplýstu ráðamenn hérna upp:  Halló, eh þið eruð að rústa landinu ykkar etc.

Viðbrögðin:  Ródsjó !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2010 kl. 13:33

4 identicon

Andri,

Er ekki kaldhæðnislegt að óháð ESB þá sé ein mesta ógn almennings á Íslandi ekki eldfjöll eða jarðskjálftar heldur íslenskir stjórnmálamenn/stjórnsýsla og íslenskir "fjármálamenn" !

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 13:37

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þetta snýst ekki um hugsjón heldur leit að praktískri lausn. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.4.2010 kl. 14:00

6 identicon

Ef rétt er að þrjú upphrópunarmerki tákni háð má reikna með að Gunnar, hér að ofan (eru fyrir aftan kjörorðið hans), sé dálítið spenntur fyrir ESB og er það að vonum því ekkert gott hefur hlotist af einangrunarhyggjunni fram að þessu. 

Ingimundur Bergmann (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 15:02

7 Smámynd: Andrés Magnússon

Er mögulegt að þú ofmetir getu ESB til efnahagslegrar endurreisnar Íslands? Manni sýnist að þeir eigi meira en nóg með sitt. Grikkland mun að líkindum lenda í greiðslufalli, evrusvæðið logar í illindum, Spánn og Portúgal eru í hræðilegum málum, skuldaklafi Bretlands er sífellt áhyggjuefni o.s.frv.

Andrés Magnússon, 19.4.2010 kl. 17:38

8 identicon

Fyrir ekki svo löngu ætlaði síðuritari að fara að áfría dómsmálum til Evrópudómstólsins. Honum hafði þá yfirsést að Evrópudómstóllinn er ekki áfríunardómstóll.

Er ekki kominn tími til þess að hinn praktíski maður Andri Geir leggist í dálitla stúdíu á því hvað það er sem Evrópusambandið gerir í raun og veru?

Ekki neita ég því að ESB veitir stjórnsýslunni visst aðhald. Hinsvegar er sambandið langt því frá að vera einhverskonar trygging fyrir góðri og faglegri stjórnsýslu eða gegn spillingu eins og vel sést í tilviki Ítalíu, sem hefur verið fullur þáttakandi í Evrópusamrunanum frá upphafi.

Umbótaáhrif sambandsins í umsóknarríkjum hafa aðallega komið fram þegar fyrrverandi austantjaldsríki hafa verið að reyna að standast Kaupmannahafnarskilyrðin. Þegar frá er talin tilhögun dómaraskipunar (sem verið er að breyta hvort eð er) þá stöndumst við þau öll nú þegar. Ekki er þörf á öðrum umbótum vegna ESB.

Aðra aðhaldsþættir eru hluti af Evrópusamstarfinu, s.s Mannréttindadómstóll Evrópu, en þeir eru, í okkar tilviki, komnir inn nú þegar.

Er það ekki eðlilegt að þeir sem halda því fram að Evrópusambandið sé nauðsynlegt eða gagnlegt til umbóta fari nú að koma með konkret dæmi? 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 17:47

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Auðvita er ESB engin töfralausn og það eru miklar líkur á að við klúðrum málum innan ESB alveg eins og Grikkir og aðrir en ég held að líkurnar á að við klúðrum málum utan ESB séu enn hærri og afleiðingarnar enn verri.

 Erlend fjárfesting kemur ekki hingað nema að takmörkuðu leyti ef við stöndum utan ESB vegna þess að útlendingar treysta ekki og þekkja ekki íslenskan lagaramma og stjórnsýslu.  ESB aðild er sá gæðastimpill sem við þurfum, skýrslan ætti að sanna flesta um að varla er hægt að kalla íslensk vinnubrögð fagleg eða trúverðug. 

Halda menn að það sé hægt að veifa skýrslunni erlendis og segja "sjáið hvað Ísland er frábært, komið með peningana ykkar hingað, hér eru þeir öruggir!"

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.4.2010 kl. 22:47

10 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Sæll Andri

Þar sem að fjárfestar eru nú þegar byrjaðir að forðast/sniðganga aðildarríki ESB, hvernig í veröldinni getur þá ESB aðild veitt okkur einhvern gæðastimpil?

Er ekki frekar stærri og skemmtilegri gæðastimpill að tilheyra þeim 94% heimsbyggðarinnar sem stendur ágætlega án aðildar að Evrópusambandinu?

Ég er sammála þér með skýrsluna. Hún er misjöfn og auðvitað hefði mátt vanda smíði hennar betur t.d. með faglegum og trúverðugum vinnubrögðum.

kv HH 

Halldóra Hjaltadóttir, 19.4.2010 kl. 23:21

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldóra,

Eitthvað hefur þú misskilið mig.  Skýrslan er vel unnin og yfirgripsmikil, en innihaldið er hræðilegt og Íslandi til minnkunar.  

Það er allt í lagi að standa utan ESB ef maður er Brasilía, Kína, Ástralía, stórt og vel rekið land.  Litla örríkið Ísland sem er með allt niður um sig er enn verr sett en ESB löndin.  

Í augum flestra útlendinga er Ísland enn ömurlegra og áhættusamara en ESB.  Allt er afstætt.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.4.2010 kl. 23:33

12 identicon

Mikið til í þessu hjá þér. Það er svo mikið að að það verður ekki lagað nema með hjálp aðila eins og ESB. Hins vegar eru mjög sterk öfl á móti og því þarf góðan samning til að þetta verði samþykkt. Held að nógu góður samningur náist ekki. Þess vegna verður áframhald á fjárhagslegu þrælahaldi hér á almenningi.

HF (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 00:02

13 identicon

Skv. skýrslu framkvæmdastjórnarinnar stöndumst við Kaupmannahafnarskilyrðin að því frátöldu að það er ekki talið rétt að dómsmálaráðherra fari einn með vald til að skipa dómara. Því er verið að breyta.

M.ö.o er þarna kominn ESB-gæðastimpillinn. Hefur þú tekið eftir því að mikið hafi breyst eða tiltrú á landinu aukist? 

Má það ekki vera að það taki bara engin mikið mark á þessum ESB-gæðastimpli, enda státa Ítalir, Lettar, Grikkir, Írar o.s.frv. af slíkum stimpli?

Annars bið ég síðuritara aftur um að nefna skýr og áþreifanleg dæmi um hvað ESB myndi gera til þess að knýja fram umbætur á Íslandi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 04:19

14 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það sem erlendir fjárfestar óttast mest eru einhliða og illa úthugsaðar aðgerðir stjórnvalda sem rústar þeirra fjárfestingaforsendum, þetta eru aðgerðir eins og neyðarlögin og höft á fjármagnsflæði.  Innan ESB er meiri líkur á að þessir aðilar geti leitað réttar síns innan ESB regluverksins. 

Þar sem útlendingar geta ekki lesið íslensku er hér um stórt tiltrúar atriði að ræða.  Fjárfestar þekkja hvernig ESB virkar en enginn veit eða hefur tíma til að setja sig inn í séríslenskar aðstæður.  Innan ESB minnka þessar líkur.

Útlendingar treysta ekki að Íslendingar muni gæta hagsmuna þeirra en hafa meiri trúa á ESB regluverkinu.  Þetta snýst eins mikið um tiltrú eins og staðreyndir.  

Skýrslan sýnir að stjórnsýslan hér er í molum og að pólitík spilar mikið inn í hver og hvernig hagsmunahópar fá fyrirgreiðslu.  Hver ætlar að breyta þessu?  Hvar er fólkið og áætlunin?  Það er ekki hægt að benda á neitt nema endalaust rifrildi innanlands.

Andri Geir Arinbjarnarson, 20.4.2010 kl. 06:51

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvernig í ósköpunum færðu það út að ESB-aðild myndi gera eitthvað fyrir okkur????  Hvað hefur ESB-aðild gert fyrir Grikki????  Þú verður að rökstyðja mál þitt.

Jóhann Elíasson, 20.4.2010 kl. 09:07

16 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jóhann,

ESB mun ekki gera neitt fyrir okkur nema við viljum það sjálf.  Auðvita getum við hagað okkur eins og Grikkir og falsað þjóðarreikninga eða við getum hagað okkur eins og Finnar og notað það besta úr ESB til að bæta lífskjör á Íslandi.  ESB er bara eins og hvert annað tól.  Við getum notað það til að byggja upp eða eyðileggja.  Valið er okkar.

Ef okkar samfélagslegu innviðir væru eins sterkir og í Noregi þá væri engin ástæða til að fara inn í ESB.     

Andri Geir Arinbjarnarson, 20.4.2010 kl. 10:40

17 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hefur þú Andri, skoðað spillinguna í ESB?

Ætlar þú að manna allt stjórnkerfið með útlendingum?

Á að skipta um tungumál á Íslandi ?

Eggert Guðmundsson, 20.4.2010 kl. 10:43

18 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Eggert,

Auðvita er ESB spillt eins og flest kerfi.  Hins vegar er spillingin hér enn verri og hættulegri.  Við verðum að vera fara leið Finna í þessu máli.  Nota það besta en gagnrýna alla spillingu.  Betra að vera innan ESB og geta haft áhrif til góða.

Eftir 200 ár verðum  við eins og Írland með tvö tungumál, íslensku og ensku.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 20.4.2010 kl. 11:02

19 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Er ekki betra að vera utan ESB og gagnrýna spillinguna í ESB með Íslenskt hreint andrúmsloft í þjóðmálum landsins, heldur að fara gjörspilltir inn í bandalagið og vera með hjáróma rödd við að gagnrýna þeirra spillingu.

Ég tel að okkur sé fyrir bestu að vera utan við spillinguna í 10-15 ár hérna á Íslandi, heldur en að fara strax inn í bandalag spillingar og halda áfram á sömu braut. 

Eggert Guðmundsson, 20.4.2010 kl. 11:14

20 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Eggert,

Auðvita er það valkostur en hver á að uppræta spillinguna hér á landi?  Þegar þjóðfélög hafa verið jafnspillt og Ísland og í jafnlangan tíma eru næsta allir flæktir á einn eða annan hátt í spillingarvefinn.  Hver getur kasta fyrsta steininum? 

Andri Geir Arinbjarnarson, 20.4.2010 kl. 11:35

21 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ef spillingin er svona djúplæg í samfélaginu og einstaklingum þess, þá held ég að við ættum að fresta því að gefa okkar ráð til siðbótar til ESB um ókomin ár. Vera ekkert að spá í fordæmi Finna eða amk. að sjá og skoða hvort þeim verður eitthvað ágengt á næstu 20 árum eða svo í baráttu sinni gegn spillingunni í ESB.

Eggert Guðmundsson, 20.4.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband