Hver vill vinna fyrir Pálma eða Jón Ásgeir?

Það er dómstóla að dæma sekt eða sakleysi Pálma og Jóns Ásgeirs en annað gildir um orðspor og traust. 

Tölvupóstar segja sitt um aðferðir, hugarfar, gildi og viðhorf.  

Hvað ætli það séu margir úr nýrri kynslóð Íslendinga sem eru að koma út á vinnumarkaðinn sem fýsir í að hafa nöfn fyrirtækja sem Pálmi og Jón Ásgeir stýra og eiga á sinni ferilskrá, þar sem þau standa um alla framtíð?  

Er það til starfsframa að vinna fyrir svona menn?  Sýnir það góða dómgreind?  Hversu seljanleg er "The Bonus way" þegar kemur að því að skipta um vinnu?

Hver verður að svara fyrir sig, en margt bendir til að leiðtogahæfileikar útrásarvíkinganna séu í molum og þar með verður að spyrja hversu lengi á að láta þessa menn stýra þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum?

 


mbl.is Segir stefnu tilefnislausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og afhverju er fólk enn að versla við þessi svín

maggi (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 16:33

2 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Það líka með öllu óskiljanlegt hvers vegna ríkið gerir allt til að greiða leið Iceland Express, með undanþágum og fleiru...hvaðan ætli allt þetta fé sem Pálmi hefur verið að dæla í það fyrirtæki komi?!?

Margrét Elín Arnarsdóttir, 8.4.2010 kl. 16:43

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mér sýnist á öllu að það skipti engu máli. Svarið við síðustu spurningunni er: svo lengi sem þeim er stætt á því.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 8.4.2010 kl. 16:45

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Verða ekki þessi fyrirtæki tekin af þeim uppí sektir vegna skattaundanskota og annarrar skipulagðra glæpastarfsemi?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2010 kl. 16:49

5 identicon

Spilltustu lögmenn landsins slást um að vinna fyrir þá.

TH (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 20:55

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Já, það er enginn gjaldmiðill sem hefur staðist tímanns tönn eins og Júdasar silfrið!

Andri Geir Arinbjarnarson, 8.4.2010 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband