...pólitíks einkavæðing bankanna og gölluð peningamálastefna Seðlabankans!

Gylfi hefði getað gert meir úr einkavæðingu bankanna og mistökum í peningamálastefnu Seðlabankans sem áhættuþáttum.

Einkavæðing bankanna var ekki röng út frá hugmyndafræðilegum grunni heldur brást útfærslan hörmulega þegar bankarnir voru færðir í hendur pólitískar aðila en ekki fagaðila.

Sama á við Seðlabankann.  Þegar hann var gerður sjálfstæður voru hörmuleg mistök gerð í útfærslu á peningamálastefnu bankans.  Í "mikilmennsku" brjálæði var valið að fara út í verðbólgumarkmið eins og í tugmilljónmanna hagkerfum en ekki fastgengismarkmið eins og í minni hagkerfum eins og t.d. Danmörku og Hong Kong.  

Með fastgengisstefnu hefði þörf fyrir myndarlegan gjaldeyrisvarasjóð verið augljós frá upphafi og við hefðum byggt hann upp í góðærinu.  Þetta hefði þýtt lægra vaxtasig, engin jöklabréf og lán til heimila og fyrirtækja hefðu verið í íslenskum krónum enn ekki jenum og svissneskum frönkum.  Þetta hefði ekki endilega komið í veg fyrir hrun en afleiðingarnar hefðu verið allt aðrar, engin gjaldeyrishöft og fall krónunnar aðeins um 20% en ekki 50%.  

En af einhverjum ástæðum er engin stemmning að ræða svona tilgátur í íslenskum fjölmiðlum?


mbl.is Ekki vondum útlendingum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Það er búið að selja fólki hugmyndina að evran sé traust og æðisleg.

Vilhjálmur Árnason, 8.4.2010 kl. 01:09

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

ég er að komast á þá skoðun að stjórnmálamenn vilji ekki gagnrýna forvera sína of mikið því þeir gætu hagnast á nýrri bólu á komandi árum.  Þá væri gott ef verkfærin væru enn til staðar og að umræður um hvernig á í raun að nota þau ættu sér ekki stað.

Lúðvík Júlíusson, 8.4.2010 kl. 08:27

3 identicon

Vilhjálmur: Skiptir það einhverju hvort € sé góð og æðisleg eða ekki ?? Er ekki stærsti partur af vöru sem neytendur nota í neyslu sína keypt fyrir € ?? Væri þá ekki helv.. góð lausn að fólk þéni og höndli með sömu myntinni ?? Ef € tekur dýfu og allir þéna €, mun þá ekki bensínið, brauðið og kjötið kosta sama hlutfall af launum og áður ???

Það er vægast sagt léleg rök að tala um hversu skelifleg evran er.  Þó ekki eins léleg eins og að benda á ástandið í Grikklandi og á Spáni, þar sem menn viðurkenna að þeir séu að glíma við heimatilbúinn vanda.  Málið snýst um að heimilis- og fyrirtækjarekstur gengur ekki upp í þeim óstöðugleika sem krónan tryggir.

Gunnar G (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 14:47

4 identicon

Hversu margir fréttamenn og konur eru á Íslandi?  Kannski 100-150?  Hversu margt af því fólki heldur þú að hafi háskóla bakgrunn í hagfræði?  Kannski 10-15?  Hversu margir af þeim hafa einnig skilning á peningamálastefnu eða bankastarfsemi?  Og gætu greint ákvörðunarferli íslenskra stjórnvalda með hliðsjón til reynslu annarra landa?  Kannski 2, 3 eða bara 5?  Hversu líklegt er að þeir 5 hafi tíma til og stuðning ritstjóra til, að eyða 1-2 vikum í að setja saman eina skynsamlega grein um þróun peningamálastefnunnar og ákvarðanir íslenskra yfirvalda?  Og hversu líklegt er þá, í þeim ólíklega heimi að slík grein væri skrifuð, að íslendingar myndu heldur trúa slíkri yfirvegaðri og grundaðri blaðamennsku, en gasprinu í bullstéttinni?

Vandamál fjölmiðlanna er að megin partur tímans fer í að halda úti almennu snakki um kirkjubasara og smásmygli.  Á bloggsíðum má lesa ýmislegt, en því miður hafa fæstir bloggarar tíma til að kryfja mál til mergjar (jafnvel þegar þeir hafa til þess þekkingu), og þeir hafa yfirleitt ekki aðgengi að ákvörðunaraðilum.  Eins þá eru bloggarar ekki bundnir neinni skyldu um hlutleysi og því yfirleitt erfitt fyrir leikmann að henda reiður á hvað er spuni og hvað er skynsöm greining.

Ísland er of lítið þegar allt leikur í lyndi, en það er gersamlega ómannað til að takast á við stór mál og flókin.  Enda bíður pólitíska stéttin bara sallaróleg eftir því að þessi djúpa lægð fari yfir og hægt sé að fara að rífast aftur um storm í tebollum.

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband