Icesave arkitektinn í afneitun

Sjálfstæðismenn eru upprunalegir arkitektar að þeirri Icesave samningsyfirlýsingu sem Svavar reyndi að breyta og bæta eftir bestu getu.  Það má ekki gleymast að það var á vakt Árna Matt, fjármálaráðherra Sjálfstæðismanna sem grunnurinn fyrir samningaumleitanir við Breta og Hollendinga var lagður.  Á þeim grunni hafa menn neyðst til að byggja, öllum til mikillar mæðu.

Það er því skondið að heyra Bjarna afneita sínum eigin flokksmönnum opinberlega, þegar hann segir:

"Ég er ekki tilbúinn til að standa að viðræðum í þessu máli á þeim forsendum sem málið var leitt til lykta á"

Þetta er ótrúlega óábyrg afstaða og ótrúverðug. Halda Sjálfstæðismenn að þeir beri enga ábyrgð á hruninu eða Icesave?  Hvað segir þetta kjósendum um heiðarleika Sjálfstæðismanna?  Er þeim treystandi í framtíðinni?

Framsóknarmenn geta tekið annan pól í hæðina en Sjálfstæðismenn, enda ekki með sín fingraför út um allan samning.

Vandamálið er að kjósendur hafa ekkert langtímaminni.  Flestir vilja gleyma árinu 2008 og það hentar Sjálfstæðismönnum og útrásarvíkingum mjög vel.  Hitt mega Sjálfstæðismenn eiga, að þeim hefur tekist vel að koma Icesave klúðrinu yfir á Jóhönnu og Steingrím sem hafa verið of upptekin við björgunarstörfin til að standa í persónulegu skítkasti.

Þeir þrír flokkar sem ber siðferðisleg skylda til að leiða þetta Icesve til lykta eru Sjálfstæðismenn, VG og Samfylkingin.  


mbl.is Langur en rýr fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Hárétt athugað hjá þér. Þær eru of fáar skynsemisraddirnar hár á mbl. Gott að fá þetta innlegg með morgunkaffinu.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.1.2010 kl. 08:54

2 identicon

Það var reyndar Björgvin G. Sigurðsson sem fyrstur sendi skriflega yfirlýsingu um að við myndum borga hvaða reikning sem er. Talandi um langtímaminni. Síðan hlustaði ég á símtalið fræga og Árni Matt sagði að við myndum standa við þær skuldbindingar sem tilheyrðu okkur. En þetta veistu nú sjálfur. Samfylkingarfólk verður að fara að hætta þessum spuna. Ég hef aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn en rétt skal vera rétt. Það verður að hætta að benda og fara að nota puttana í annað.

Dagga (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 09:37

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Við lestur yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar, kemur glögglega fram, að bæði samkvæmt undirrituðum samning og hefðbundnu prótókolli, voru ísl stjórnvöld laus allra eftirmála af því nauðungsplaggi, sem ritað ar undir fyrr í ferlinu.

einnig kemur kristaltært fram, að skilningur manna var, bæði fyrr og þá, að til að einhverjir samningar öðlist gildi, þurfi atbeina Alþingis til að staðfesta hann.   Þessi skoðun og túlkun er svo geir-nelgd í álitum sérfræðinga í milliríkjasamningum, beggja vegna Altandsála.

Líkt og Bretar neita að greiða innistæður innlánseigenda í útibúum fallina banka þeirra á Gurnsey, svo ber okkur ekki heldur að greiða penny umfram það sem til var í tryggingasjóði bankana, líkt og Stjórnvöld í London segja við sína kröfuhafa á Gurnsey.

Ef svo þú telur Ingibjörgu fara með eintóma firru verður svo að vera en í þessari greinargerð til Viðskiptanefndar nú nýlega, koma þessi atriði fram og virðast hljóma líkt og bæði erlendir og innlendir sérfræðingar hafa sett málið upp.

Því er það frekar undirlægjuháttur núverandi stjórnvalda hér og ótrúlegur þrælsótti vegna hugsanlegra synjunar um inngöngu í ESB sem rekur þetta lið til þjónkunar við erlent kúgunarvald.

Svo er ekki úr vegi, að skoða hverjir taka málstað þessara afla.  Þar fara fyrstir í flokki fjölmiðlungar úr liðsveitum ESB sinna og vinstrinu.  Svo koma fast á eftir SA ,,gefum útlendingum bankana svo við eignumst VINI erlendis" gengið, þv+i næst eru það stórkaupmenn, sem hræðast ,,verri viðskiptakjör" sem mýs undir fjalaketti.  Svo auðvitað ASÍ með sína forkólfa innmúraða í Samfylkinguna og hlýða þaðan kalli, líkt og ítrekað hefur komið fram, jafnvel þvert á hagsmuni heimilanna í landinu.

Þokkalegur hópur að tarna.

Miðbæjaíihaldið

vill halda til haga þeim staðreyndum sem þjóðarréttur leggur mönnum til.

Bjarni Kjartansson, 19.1.2010 kl. 09:59

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Andri

Ég get ekki séð að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins eigi að vera bundinn af öllu því sem fyrrum ráðherrar flokksins hafa sagt og gert undangengin aldarfjórðung. Ef það á að vera tilfellið þá stöðvast þetta samfélag og hér verðu engu hægt að breyta.

Núverandi formaður flokksins hlýtur fyrst og fremst að verða að vera sjálfum sér trúr og stefnu flokksins sem mótaður er á Landsfundi á hverjum tíma.

Ef við ætluðum að múlbinda alla okkar stjórnmálamenn með þessum hætti að þeir mættu ekki hafa aðrar skoðanir í neinu máli en þær skoðanir sem þegar hefðu verið settar fram að trúnaðarmönnum flokksins, það bara gengur ekki upp.

Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins hlýtur að nálgast þetta Icesave mál eins og hann telur réttast. Þannig vinna alvöru stjórnmálamenn.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 19.1.2010 kl. 10:09

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ekkert breytir þeirri staðreynd að 3 íslenskir stjórnmálaflokkar erum með fingraför á þessu Icesave máli.  Það er því eðlileg krafa að þeir setjist niður og reyni að leysa málið með þjóðarhag að leiðarljósi. (Samfylkingin ber auðvita mesta ábyrgð þar sem sá flokkur hefur verið í stjórn allan tímann, síðan koma Sjálfstæðismenn og VG)

Bjarni getur auðvita haft sínar prívat skoðanir en hann er ekki flokkurinn, hann er ekki Davíð.  Ég veit ekki betur en að það sitji nokkrir þingmenn fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú á Alþingi sem studdu ríkisstjórn Geirs Haarde og þann samningsramma sem þá var hrundið af stað.  Hvaða siðferðislega ábyrgð bera þeir?

Svo er það barnalegt að halda að sú viljayfirlýsing sem ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar skrifuðu upp á sé dautt og ómerkt plagg.  Hollendingar veifa þessu plaggi út um allar trissur og segjast hafa endurgreitt sparifjáreigendum í Hollandi í krafti þessa plaggs.  

Ef Icesave fer nú fyrir dóm mun þetta plagg veikja okkar stöðu.  Allar skriflegar yfirlýsingar sem eru gerðar af löglega kosnum stjórnvöldum skipta máli.  Málið er ekki svona svart og hvítt.

Þegar útlendingar eru að vísa í að Íslendingar eigi að standa við sínar skuldbindingar þá eru þeir óbeint að vísa í þetta plagg.  Hér liggur mikið vandamál þar sem Íslendingar telja að þetta sé dautt og ómerkt og skipti engu máli.  Hér eru mikil gjá á milli Íslands og meginlandsins sem þarf að brúa en eins og í Litlu Gulu Hænunni vill enginn "baka" það brauð.

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.1.2010 kl. 10:42

6 identicon

Mikið gleður það mig að sjá eina skynsemisrödd í þessum vesæla volæðisbloggheimi mbl.is. Hér mætti halda að fólk mæti í vinnuna í Valhöll og þyggi laun fyrir að afvegaleiða umræðuna með upphrópunum, spuna og lygum.

Merkilegt að þú skulir fá að blogga án þess að vera bannaður Andri. En gleðilegt að sjá þig reyna í miðju ölduróti siðleysisins.

Skynsemi takk (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 10:49

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Skynsemi,

Þessa vikuna er ég annar vinsælasti bloggarinn hér á mbl.is samkvæmt þeirra eigin talningu.   Það er þeim örugglega þyrnir í augum.  En þannig á það að vera í opnu lýðræðisþjóðfélagi.  Fólk verður að fá að hafa sínar skoðanir og tjá sig.

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.1.2010 kl. 11:08

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Andri segir plögg undirrituð af ráðamönnum hverrar þjóðar vera bindandi.

Segðu það við Bandaríkjamenn, Breta, Frakka, Spánverja og fl.

Margar undirritaðar yfirlýsingar um hvaðeina haf þessi stjórnvöld skrifað undir SVO SEM KYOTO og veiðieftirlit. 

stjórnir þessara ríkja sega, að þar sem þing þeirra hafi ekki samþykkt sum atriðin í samningunum séu þau laus allra mála og engum dettur í hug, að rengja þessar þjóðir, --eða hvað?

Alþjóðaréttur byggist á STAÐFESTUM gerningum en ekki viljayfirlýsingum.  Punktur.

Svo greiddu Hollensk stjórnvöld innistæðurnar út löngu FYRR en viljayfirlýsing um greiðslur að þí sem lög legðu okkur á herðar var undirrituð af Árna en AÞð var PÓLITÍSKT  sterkur leikur fyrir óvinsæl stjórnvöld Hollands að borga út þesar upphæðir þar sm stjórnvöld víða um Evrópu fóru með sömu möntruna, að ábyrgjast innistæðir í bönkum landa sinna, ábyrgðir sem svo reyndust vera tóm lygi svo sem á Gurnsey þar sem Bresk stjórnvöld töldu sig ekki bera ábyrgð á aflandsreikningum banka sinna.

Því er staðan sú, að hvorki Hollendingar (sem við hjálpuðum mjög mikið á sínum tíma s.r, yfirstimpl frímerki bera vott um) né Bretar vilja eða þora með málið fyrir dómstóla, þar sem þeir vita afar vel, að þeir hafa ekki séns í slíku.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 19.1.2010 kl. 11:10

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Bjarni,

Eins og ég sagði er málið ekki svart og hvítt.  Ég nota aldrei orðið "bindandi".  Það skiptir máli hér. 

Þetta er líkt og að lenda í árekstri þar sem báðir aðilar eiga sök á.  Segjum að farþegar eins bílsins gefi út yfirlýsingu um að þeirra bílstjóri hafi átt sök á árekstrinum, þá er sú yfirlýsing ekki bindandi fyrir bílstjórann en líklegt má telja að dómari og tryggingarfélög líti svo á að yfirlýsingin sé málinu viðkomandi.

Á meðan ekki liggur fyrir dómur er ómögulegt að segja hvernig hin ýmsu gögn og yfirlýsingar verða túlkaðar.  Hins vegar er hægt að meta líkurnar á að 6.7% plaggið sé dautt og ómerkt og þær met ég nær núlli.

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.1.2010 kl. 11:50

10 identicon

Gott væri ef Bjarni tiltæki sérstaklega hvaða bankainnistæður Bretar "neita að greiða tilbaka" á Guernsey.

Ég geri ráð fyrir Bjarni eigi ekki við Landsbanka, enda væri það sérlega ósvífið að böðlast á Bretum fyrir að greiða ekki (meiri) skuldir sem sannarlega teljast íslenskar.

Tekið af vefsíðu Landsbanka á Guernsey - mánuðum fyrir hrun (júlí 2008):

<i>Landsbanki Guernsey Limited (LG) is a wholly owned subsidiary of Landsbanki Íslands hf.. Deposits made with LG are not covered by the Financial Services Compensation Scheme established under the UK Financial Services and Markets Act 2000. Landsbanki has given an undertaking to discharge those liabilities of LG which LG is unable to discharge from its own assets, whilst it remains a Landsbanki subsidiary.</i>

Þarna kemur sem sagt skýrt fram að innistæður bankans hafa ekki snertiflöt við breska tryggingakerfið - þvert á móti var það íslenska móðurfélagið (Landsbanki Íslands hf) sem tók á sig alla ábyrgð, með sérstöku "parental guarantee".  Sú ábyrgð er nú á hendi íslenskra stjórnvalda, eftir yfirtöku Landsbanka.

Nýfrægur Evrópufræðingur sem ritað hefur um málið, kynnti sér því miður ekkert forsöguna, heldur varpaði fram kaffihúsaspeki sem algildum sannleika.

En þetta á Bjarni líklega ekki við, enda virðist hann þesslegur að kanna mál áður en hann varpar þeim fram á ritvöllinn.  Ég bið því um frekari upplýsingar, t.d. heiti bankanna sem um ræðir.  Þá getur maður a.m.k. kannað sannleiksgildið og tekið undir gagnrýnina ef rétt er.

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 12:05

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Baldur,

Guernsey er tæknileg fyrir utan ESB og þannig að allt aðrar reglur gilda þar en í Bretlandi.  Þetta flækir málið.

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.1.2010 kl. 12:24

12 identicon

Rétt Andri, mig minnir reyndar það séu einhverjir tollasamningar í gangi, en ekkert á sviði innistæðutrygginga.

Það breytir því ekki að fráleitt er að tengja saman Icesave og Guernsey.  Þegar fólk er svo farið að heimta það að Bretar borgi þá skuld fyrir íslenska móðurfélagið, er ansi djúpt sokkið.

1)  Sérstaklega tekið fram á vefsíðu bankans að Bretar tryggja ekki innistæður.

2)  Sérstaklega tekið fram á vefsíðu bankans að Landsbanki Íslands hf. tryggi innistæður.

3)  Guernsey stendur utan lögsögu sem deilt er um.

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 12:53

13 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Nú nú, skotgrafarhernaðurinn byrjaður. Hefurðu ekki málefnalegri grunn að byggja á en að memo frá Sjálfstæðisflokknum sé valdur að Icesave? Það er alveg sama hvernig þessu er velt um þá er niðurstaðan sú að Steingrímur gerði meiriháttar mistök með þessu vali á samninganefnd í stað þess að skipa þverpólitíska nefnd. Skaðinn er þessarar vonlausu Ríkisstjórnar og ábyrgðin sömuleiðis. Hitt er annað mál að vissulega hafa Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsókn einhverja sök á hruninu en nú hefur VG bætt um betur með þessu samningsútspili sínu. Þar með eru allir sekir og nú væri gott að fá málefnalega umræðu um kosti og galla þess að hafna/samþykkja og horfa fram en ekki aftur. Upp úr skotgröfunum því að þessi atkvæðagreiðsla snýst ekki um flokka nema Ríkisstórnarflokkarnir ákveði að fela sig í skotgröfunum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 19.1.2010 kl. 13:03

14 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Adda,

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.  Auðvita var samninganefndi mistök, en lítum á staðreyndir.  Svavar náði vöxtunum úr 6.7% niður í 5.55%.  

Ég er einfaldlega að benda á að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki saklaus af Icesave frekar en VG.  Samfylkingin ber mestu sök á þessu.

Þessi viljayfirlýsing var undirrituð af Baldri Guðlaugssyni ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu og fréttatilkynning var gefin út þar sem Árni Matt var yfir sig hrifinn að sættir hefðu náðst.

Við skulum halda sögulegum staðreyndum til haga.  Árið 2008 er ekki horfið úr sögunni.

Ef við gefum okkur að það sé skynsamlegt að finna lausn sem lágmarkar kostnaðinn fyrir þjóðarbúið þá er eðlilegt að reyna að reikna út hvað "ja" og "nei" kosta.  Kostnaðurinn við "já" er nokkuð vel þekktur en kostnaðurinn við "nei" er illa þekkt stærð.  Hvers vegna má ekki fá hlutlausa aðila til að reikna þetta út?  Það þarf auðvita að gefa sér ákveðnar forsendur í þessum útreikningum, en betra er að hafa eitthvað í höndunum en ekkert.

Það er æ betur að koma í ljós þau herfilegu mistök að leggja Þjóðhagsstofnun niður, án hennar veður hér allt í þoku þegar kemur að reikningi þjóðhagsstærða.  

Hvaða stjórnmálaflokkar voru við völd þegar sú virta stofnun var lögð niður?  

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.1.2010 kl. 13:57

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta Gurnsey og IOM dæmi og framsetning sumra íslendinga á því - er í rauninni typikal fyrir framsetningu sumra íslendinga á svokölluðu icesavemáli í heild.

Þ.e. framsetningin er ekkert í tengslum við, staðreyndir,  raunveruleikann eða efni máls heldur eitthvað sem sumu fólki finnst bara að eigi að vera og þá einna helst vegna þess að um sé að ræða vonda útlenginga vs. frábæra íslendinga.   

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2010 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband