Martin Wolf er hagfræðingur en ekki lögfræðingur

Financial Times er orðið blað blaðanna á Íslandi. 

Hugmynd Martin Wolf að láta Breta og Hollendinga fá eignir Landsbankans er ekki ný af nálinni, en mér skilst að það séu miklir lögfræðilegir gallar á þessari aðferð.  Er það íslenska ríkisins að afhenda eignirnar og hvað gerist ef bresk stjórnvöld þyggja þá gjöf?  

Hætt er á að allt myndi loga í málaferlum hér og í Bretlandi.  Sérstaklega myndu kröfuhafar láta reyna á bresk lög þegar eignirnar eru komnar í breskt eignarhald.  Íslensk neyðarlög gilda ekki utan Íslands.

Hins vegar sýnir innlegg Martins vel hversu flókin staðan er í þessu Icesave máli og erfitt að koma öllum upplýsingum rétt og tímanlega til allra aðila.

En það er alveg rétt að finna verður lausn sem ekki íþyngir næstu kynslóðum.  

Sterkasta vopn íslensku ríkisstjórnarinnar er að nota staðreyndir og útskýra sérstöðu Íslands sem örríkis.  Það er í þágu Breta og Hollendinga að hér þrífist öflugt samfélag, en það verður ekki án velferðarkerfis sem byggir á góðri heilbrigðisþjónustu en það kallar á öruggt framboð af læknum. 

Og hér er Ísland í sérstöðu.  Við menntum og þjálfum ekki okkar eigin sérfræðinga nema í mjög takmörkuðu mæli.  Læknar þurfa að fara erlendis til að fá menntun og þjálfum.  Vandamál Íslands er því ekki bara að læknar yfirgefi landið heldur að ný kynslóð lækna komi aldrei heim úr sérnámi.  Þetta er mikið áhyggjuefni og gæti orðið krítískt eftir 7 ár þegar kemur að því að borga af Icesave.  Þetta er einn áhættuþáttur sem Bretar og Hollendingar hafa örugglega ekki gert sér grein fyrir. 

 


mbl.is Bretar og Hollendingar hætti einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já, og Jóhanna er flugfreyja og ekki forsætisráðherra.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.1.2010 kl. 09:31

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Vilhjálmur   GÓÐUR

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.1.2010 kl. 10:30

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einmitt, þetta sýnir hversu nauðsynlegt það er að breiður og hæfur hópur sérfræðinga og stjórnmálamanna komi að lausn þessara deilu. 

Hinn einsleiti og þröngi hópur sem öllu ræður á Ísland hefur nú ekki staðið sig vel síðustu 5 árin.  Staða landsins segir sitt sama hversu hún er fegruð af þessu liði.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.1.2010 kl. 10:45

4 identicon

Slíkur gjörningur sem Martin W. þarf ekki að vera flókinn í eðli sínu, þótt efnislega yrði blaðsíðumagnið nokkurt.  Málið snýst ekki um að afhenda frá skilanefnd umráð né slíkt, enda flókið og væntanlega ekki hægt eins og þú réttilega bendir á.  Hins vegar yrði Icesave/safe samningurinn sá að viðkomandi aðila fengju allt sem úr þessu skila/þrotabúa kæmi, allt til enda dags...og sá gjörningur kallar ekki á umtalsverða flækju þar sem núgildandi samningur tekur mið af þeim greiðslum....en stjórnvöld hér ábyrgjast ofan á það óutfylltan tékka.  Því rennur skoðun MW saman við það sem margir hafa haldið á lofti, allt frá byrjun.  Þetta er því mest spurning um sanngirni, sátt og útfærslu, en ekki aflsmun, ósátt og handjárn!

Pálmi Pálmason (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 11:13

5 identicon

Það er ekkert stórkostlega flókið við að Bretar og Hollendingar kaupi kröfu tryggingasjóðs fyrir ákveðna upphæð.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 11:22

6 identicon

You forget that the Financial Time is a right wing Newpaper, as is the Guardian and the Telegraph........Any dig they can get at Uncle Gordon and his left wing Government they will make the most of it. Face facts.Stop grabbing at straws.Hope you can get a better deal, but the outcome is your Government will have to pay the amount they guaranteed.........Sorry

Fair Play (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 11:58

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ríkisstjórnin, hefur haldið því fram, alveg frá upphafi deilunnar, að ekki væru líkur á að hægt væri að semja aftur.

Þetta verður þá, 3. skiptið sem stjórnvöld senda samninganefnd.

Ég spái því, að þetta endi með einhverjum "detail" lagfæringum á samningnum, t.d. lækkun vaxta um 0,5% og það muni vera kallað sigur við samningsborð - og, síðan hefst sami söngurinn á ný - að þetta sé það skársta sem hægt sé að ná fram.

Mér sýnist, að strategía ríkisstjórnarinnar, sé að leitast við að þreyta þjóðina eins og hún væri fiskur, sem veiðimaður væri að leitast við að draga að landi.

----------------------------------------------

HVet alla til að lesa frábæra grein Prófessors Sweder van Wijnbergen við Háskólann í Amsterdam - sá starfaði áður um 13 ár hjá Alþjóðabankanum, við skuldaskil ríkja í vandræðum, og hann sá nánar tiltekið um skuldaskil fyrir Mexíkó sem starfsmaður bankans.

Þetta er sú tegund af þekkingu, sem við þurfum á að halda, ská grein hans:

Iceland needs international debt management

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.1.2010 kl. 12:30

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta þýddi beisiklí, að Ísland sem Ríki ætlaði eigi og mætti eigi að standa við eða axla sínar alþjóðlegu skuldbindingar og ætti að sleppa við allt slíkt vesen og why ?  Jú, vegna þess að ísilendingar eru svo miklir kjúttípæ.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2010 kl. 13:49

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar skilur ekki, að þjóð sem getur ekki borgað þær skuldir, sem þegar eru tilkomnar, og mun aldrei geta borgað þær, mun aldrei heldur geta borgað e-h viðbætur þar ofan á.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.1.2010 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband