Íslendingar verða að finna lausn á Icesave

Financial Times segir í dag að íslenska ríkisstjórnin vinni nú dag við nótt að reyna að koma Bretum og Hollendingum að samningaborðinu, en minna fari fyrir því hvað Íslendingar ætli að bjóða í nýjum samningi, enda sé lítil samstaða á Íslandi um málið.

En þetta er einmitt málið: hvað ætlum við að bjóða Hollendingum og Bretum.  Við getum ekki hagað okkur eins og óþroskaður unglingur sem lofar að taka til í herberginu sínu en segir svo: "æ, ég nenni þessu ekki, þið eruð svo ósanngjörn!"  

Forsetinn færði þjóðinni enga lausn, þjóðaratkvæðisgreiðsla leysir ekki vandann, stjórnarandstaða sem fyrst og fremst vill fella stjórnina er ekki samvinnuþýð.  Er virkilega hægt að ætlast til að Bretar og Hollendingar hafi frumkvæðið og komi hingað hlaupandi til að stilla til friðar innanlands?  Varla.

Hvar er íslenski leiðtoginn sem leysir málin og hver er sú lausn sem hann færir þjóðinni?  Það vantar ekki umræðuna um vandamálin er hvar er umræðan um lausnina?

Á meðan enginn þorir að tala um lausnir, leysist málið ekki sjálfkrafa.

Sú lausn sem Ísland færir fram verður að vera heilstæð, hún þarf að taka á stærra máli en aðeins Icesave.  Hér þarf að umpakka eins og sagt var.  Á meðan við höfum athygli umheimsins þurfum við að sýna að við getum leyst okkar mál á sannfærandi og öruggan hátt.

Við höfum haldið því fram að aðrar þjóðir reyni að tengja Icesave, ESB umsókn og AGS aðstoð saman sem okkur finnst ótækt.  En eigum við þá ekki að nota það okkur til framdráttar og snúa blaðinu við.  Bjóða upp á lausn sem tengir saman Icesave, ESB aðild, AGS aðstoð, gjaldeyrismál og fjárhagsaðstoð til uppbyggingar.  Einn allsherjarpakka sem slær tvær flugur með einu höggi.  

Erlendir aðila mundu taka þessu fegins hendi og við mundum hafa meiri möguleika á að fá "pakkaafslátt á Icesave" með góðri innleggsnótu hjá alþjóðasamfélaginu.

Hafa aðrir betri raunhæfar lausnir?

 


mbl.is Líklegt að AGS-lán frestist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"lausn sem tengir saman Icesave, ESB aðild, AGS aðstoð, gjaldeyrismál og fjárhagsaðstoð til uppbyggingar" myndi slá fleiri en tvær flugur í einu höggi!

Hvaða lausn gæti það hugsanlega verið?

Agla (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 13:41

2 Smámynd: Benedikta E

Æsseif- málinu hefur verið vísað til þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu - það er meirihluta þverpólitísk samstaða þjóðarinnar fyrir - NEI - við Æsseif ríkisábyrgð !

Framkvæmdavaldið hefur ekki neitt samningsumboð í Æsseif-málinu.

Bretar og Hollendingar hafa fyrir löngu sýnt að þeir bera enga virðingu né heldur traust til núverandi framkvæmdavalds - en þeir geta alltaf snúið sér til dómstóla ef þeir telja sig eiga lögvarðakröfu á hendur Íslendingum - það er ekkert sem bannar þeim að gera það.

Benedikta E, 13.1.2010 kl. 13:41

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

1. Lægri vextir

2. Sólarlagsálvæði

3. Upptökuheimild ef opinber túlkun EES ákvæðanna breytist sannanlega.

Sigurbjörn Sveinsson, 13.1.2010 kl. 13:58

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég held að engin svona lausn sé til Andri. Vegna þess að það er sennilega meirihluta andstaða við þessum 3 þáttum sem þú nefnir. Þ.e. Ice save, ESB umsókn og AGS enda var þjóðin ekki spurð álits í neinu þessu. Og framkoma ríkisstjórnarinnar hefur magnað andstöðuna. Það held ég að sé alveg ljóst. Ég er ekki endilega að lýsa minni persónulegu skoðun en ég myndi hlýta vilja þjóðarinnar í öllum þessum málum.  Við erum ekki að sjá þær breytingar sem við áttum von á og nú súpa stjórnvöld seyðið af að hafa hunsað vilja þjóðarinnar.  Ef Bretar og Hollendingar eru reiðubúnir til að samþykkja lög nr.76/2009 þá er málinu lokið og engin þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu og við getum snúið okkur að öðru.  Ég sé ekki aðra lausn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.1.2010 kl. 14:09

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það er tómt mál að tala um einhverja ESB aðild.  Meirihluti þjóðarinnar vill EKKi í ESB.

Ég er sammála Benediku hér, það er Breta og Hollendinga að sækja rétt sinn, ef þeir telja á sér brotið,  ekki Íslendinga að koma með tilboð.  Og hvers vegna skyldur þeir ekki hafa stefnt íslendingum ?  Einfaldlega vegna þess að þeir vita að rétturinn er okkar megin.

Sigurður Sigurðsson, 13.1.2010 kl. 14:10

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er skrítið að vilja borga himinháar skuldir, sem enginn lagastoð er til um.

Flestir sérfræðingar, innlendir sem erlendir telja okkur ekki skuldbundna til að borga, þótt óvandaðir einstaklingar hafi hagað sér illa á erlendum vettvangi.Aldrei hefði mig, eða nokkrum sem ég þekki, órað fyrir því að Íslendingar ættu eftir að taka málstað annarra þjóða umfram sinn eigin. Hafi Íslenska ríkið brotið á Bretum og hollendingum einir og sér, horfði málið öðruvísi við, en eftirlitsaðilar allra landa brugðust algerlega.

Ég trúi Evu Joly og Alain Lipietz fremur en íslenskum stjórnarliðum og hagsmunagæslumönnum Bresku og hollensku ríkistjórnanna.

Jón Ríkharðsson, 13.1.2010 kl. 14:40

7 identicon

Það er einsog men og konur séu að vakna a værum svefni. nei þetta var egnin draumur. Nú gildir a' standa í lappirnar. Lausnin felst í að samþykkja af þeirri ástæðu að við bjuggum til þetta vandamál til með lyðræðislegum kosningum. Jóhanna varður að sannfæra þjóðina um að það er hið rétta. Þessi þögn er alla að æra.

 Þegar buið er að samþykkja getum við farið að biðja um samúð. Framtíðin er björt. En hún er það ekki ef við ætlum að keyra út í skurð með fjöreggið. Erum við ekki fólk sem borgum fyrir okkur. Á að hlaupa undan ábyrgð á eftir forsetanum sem eingöngu hugasr um sinn eigin hag. 

harry (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 14:42

8 Smámynd: Agla

Hvaða "allsherjarpakka" höfum við upp á að bjóða sem gæti leyst Icesavedeiluna við Breta og Hollendinga, tryggt okkur áframhaldandi aðstoð frá AGS., tryggt okkur fjárhagsaðstoð til uppbyggingar og "reddað" gjaldeyrismálum okkar? Og gefið þeim okkar sem það vilja inngöngu í ESB, svona í kaupbæti?

Agla, 13.1.2010 kl. 15:03

9 identicon

Selja þeim eitthvað sem Breta og Hollendinga vantar/þurfa eða þætt vel þess virði að skoða.

Það er hægt að greiða skuld með öðru en beinhörðum peningum.

Andri, er ekki eitthvað sem Ísland hefur sem Bretum og Hollendingum þætti áhugavert ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 15:20

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Eins og mér datt í hug þá eru ekki margir að hugsa um lausnir.  Það eru allar þrjár þjóðirnar ábyrgar og því verður að finna lausn sem allir geta sætt sig við. 

Ef við getum ekki komið fram með nýja lausn sem Bretar og Hollendingar vilja ræða verðum við kyngja þeirri lausn sem Alþingi hefur samþykkt.  

Að segja að það sé lausn að eyða tíma og peningum í þjóðaratkvæði sem eðli síns vegna verður nei, er blekking og verður aðeins til trafala.  Tíminn er peningar.

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.1.2010 kl. 15:23

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Tíminn er peningar.  Það er okkar besta vopn.  Þetta er skiptimynt sem verið er að tala um hér en ef við getum komið fram með lausn sem tekur Ísland af "tímasóunarlista" erlendra stjórnmálamanna og af forsíðum blaðanna þá er það mikils virði fyrir þá. 

Þetta Icesave mál er eins og irriterandi býfluga fyrir okkar nágranna.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.1.2010 kl. 15:28

12 Smámynd: Agla

Bretland og Holland eru ekki búin að viðurkenna samábyrgð á Icesave málinu. Þessir nágrannar okkar kippa sér ekki upp við irriterandi býflugur. Ef þeir finna býflugnahreiður í garðinum sínum kalla þeir á meindýraeyðirinn sér að kostnaðarlausu.

Fyrir Bretland og Holland snýst Icesavedeilan um smápeninga, eins og þú segir, og ég efast stórlega um að það sé ofarlega á "tímasóunarlista" erlendra stjórnmálamanna eða að þeir hafi áhyggjur af Icesaveumfjöllun dagblaðanna. Þetta er smámál í þeirra augum þó það skipti sköpum fyrir okkur. Tíminn er ekki okkar besta vopn því fyrir okkur er ekki um skiptimynt að ræða.

Að sjálsfögðu leysir hin fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðsla ekki Icesavedeiluna við Breta og Hollendinga.. Þar er jú um milliríkjasamninga að ræða sem samþykktir hafa verið af Alþingi og Forseta Íslands.

Hver var aftur " allsherjarpakkinn" sem þú taldir raunhæfa lausn á Icesave og tengdum málum?

Agla, 13.1.2010 kl. 15:58

13 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Agla,

Hér kem ég aftur að þessu ólánsplaggi sem Árni Matt skrifaði undir, sem Hollendingar og Bretar túlkuðu sem ábyrgðaryfirlýsingu að hálfu Íslendinga, enda þótt það hafi ekki lagalega stöðu á Íslandi, þá er það túlkunaratriði og hjálpar okkur ekki ef þetta fer fyrir dóm.  Opinberlega erum við því í 100% órétti hjá breskum og hollenskum stjórnvöldum, en flestir gera sér grein fyrir að þó að við höfum látið blekkja okkur í að viðurkenna áreksturinn segir það ekki alla söguna. 

Pakkinn sem ég tala um felst ekki í að Bretar og Hollendingar gefi eftir heldur að við förum fram á pakkalausn með því að samþykkja samninginn.  Pakkalausnin verður ekki aðeins okkur til hjálpar heldur eykur hún líkurnar á að við getum staðið í skilum.  Það sem við eigum að setja á oddinn er að fá Evrópska Seðlabankann til að styðja við krónuna og að hluti af Icesave skuldinni verði fjármagnaður með útgáfu af ríkisskuldabréfum í krónum sem Evrópski Seðlabankinn kaupi og láti okkur fá evrur í staðinn svo Bretar og Hollendingar fái sitt greitt í evrum.  Þannig tekur ESB hluta af vandamálinu á sig. Það sem hefur breyst síðan við sömdum er okkar aðildarumsókn að ESB og það eigum við að nota hér.

Ég er nú ekki vongóður að okkar samningamenn hugsi mikið út fyrir hinn þrönga ramma sem þetta mál er komið í.  

Tillaga breska þingmannsins í þá átt að við látum orku upp í samninginn er einmitt á réttum nótum, við þurfum að opna ferlið og leyfa frjóa hugsun og ferska vinda leika um okkur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.1.2010 kl. 16:36

14 identicon

Verðum að ná nýjum samningi við Breta og Hollendinga. Þetta snýst um höfuðstólinn og vextina. Einföld áætlun er að semja um:

1) Hámark á höfuðstól sem greiða þar beint frá almenningi fyrir utan það sem eignir Landsbankanns gefa af sér.

Ágætt viðmið er hvað bankabjörgunum kostaði í BNA þ.e. 750 milljarða USD/300.000.000 eða um 0,750 milljarða fyrir Ísland. Segjum 1 milljarður USD þ.e. um 125 milljarða.

2) Íslendingar geti strax borgað inn á höfuðstólinn þegar eignir úr Landsbankanum verði seldar

3) Lægri vextir: ekki sérfræðingur í þessum málum en það skiptir meira máli að geta greitt strax niður höfuðstólinn. Vextir 5,5% slæmt en 4,0% ásættanlegt. Allt undir því frábært.

Við þetta ætla ég að bæta við nokkru sem fær eflaust hárin til að rísa upp á mörgum.

A) Heimilum Bretum 5.000-10.000 MT kvóta úr lögsögu okkar í ákveðinn skilgreindan tíma. Á móti myndu þeir borga auðlindargjald til Íslands. Þetta kæmi þeim virkilega að samningaborðinu.

B) Heimilum Hollendingum að fjárfesta í jarðvarma til framleiðslu á grænmeti og fleiru til að geta selt vörur sínar til BNA merkar með "produced by green and sustainable energy".

Andri ert þú með einhverjar tillögur ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 16:59

15 Smámynd: Agla

Ég er ekki nógu mikið inn í málinu til að vita hvaða tillögu hvaða breska þingmanns þú ert að vitna til í sambandi við möguleikan á að "við látum orku upp í samninginn.".

Athyglisverð hugmynd hjá þér að fá Evrópska Seðlabankann til að redda okkur "svo Brettar og Hollendingar geti fengið sitt greitt í Evrum". Kannski ekki svo fráleitt þó við séum auðvitað ekki búin að fá inngöngu í ESB og ekki sé gefið að þingið, forsetinn eða þjóðin myndi samþykkja inngöngu þó svo hún stæði okkur til boða.

Agla, 13.1.2010 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband